Verkogvitlogo

 

Kraftvélar taka þátt í stórsýningunni Verk og vit 2016 í Laugardalshöll, dagana 3. - 6. mars. Við erum staðsett í bás A3 sem er við innganginn, sjá nánari útskýringu í myndinni af sýningarsvæðinu hér neðst á síðunni.

 

Sýningin er haldin í þriðja sinn og eru um 90 sýnendur eru skráðir til leiks en sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð.

Opnunartími
Fimmtudaginn      3. mars kl. 17.00-20.00
Föstudaginn          4. mars kl. 11.00-19.00
Laugardaginn       5. mars kl. 12.00-18.00
Sunnudaginn        6. mars kl. 12.00-17.00

 

Miðaverð
Fagaðilar:  2.000 kr., miðinn gildir alla sýningardaga.
Almennur miði: 1.200 kr.
Eldri borgarar og öryrkjar: ókeypis aðgangur.
Börn yngri en 12 ára fá ókeypis aðgang í fylgd með fullorðnum.

Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð.

 

A3 bás